ÍBV tók á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í kvöld í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, leiknum lauk með frábærum sigri ÍBV 31-25.
Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins og komst í 1-2 en eftir að ÍBV náði að jafna í 2-2 og komast yfir létu þær þá forustuna aldrei af hendi. Stelpurnar voru að spila virkilega vel í dag. Eftir 11.mínútna leik var staðan 11-3 fyrir ÍBV en þær voru að leika hina “frægu” ÍBV vörn svokölluðu sem strákarnir hafa spilað svo vel undanfarin tvö ár. Vörnin var að virka virkilega vel í dag og fengu stelpurnar mörg hraðaupphlaup í kjölfarið. Stelpurnar fór inn í hálfleikinn með sjö marka forskot, 16-9.
Stelpurnar voru alls ekki hættar og náðu stelpurnar mest níu marka forskoti þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum, Stjörnustúlkur reyndu að saxa á forskot ÍBV, en þær áttu samt sem áður í miklum erfiðleikum með frábæra vörn ÍBV og fyrir aftan var Erla Rós Sigmarsdóttir svo sannarlega í stuði en hún varði tuttugu skot í marki ÍBV. Stjarnan náði mest að minnka muninn í fimm mörk. ÍBV vann að lokum sex marka sigur 31-25 og sinn fjórða leik í röð, stelpurnar sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Vera Lopes 8, Telma Silva Amado 7,Ester �?skarsdóttir 7, Greta Kavaliuskaite 6 og Drífa �?orvaldsdóttir 3.