�?að hefur víst ekki farið framhjá neinum að miklar væntingar hafa verið í kjölfar loforða stjórnvalda að ljósleiðaravæða hvert heimili í landinu sama hvar það er staðsett.
Og meira að segja lofaði sjálfur forsætisráðherrann í seinasta áramótaávarpi sínu, �??Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.�?? og varla lýgur hann, eða hvað? Hver svo framvindan hefur verið í málinu, annars staðar á landinu, veit ég ekki nánar, en ekkert hefur verið að frétta hér.
Hver er staðan hér í Eyjum?
Míla ehf. með yfirskriftina �??Lífæð samskipta�?? hóf ljósnetsvæðingu í Vestmannaeyjum fyrir þó nokkru, og náði sú �??væðing�?? einungis einn km. frá Símstöð, ef ég man rétt. Síðan hefur nákvæmlega ekkert gerst. �?að eru mörg svæði í Vestmannaeyjum sem eru í mjög slæmu sambandi og sýnu verst er ástandið fyrir þá notendur sem taka sjónvarpsútsendingar í gegnum netið, myndefnið hnökrar og er öll útsendingin oft á köflum ekki bjóðandi. Í ljósi þess að engar fregnir hafa verið um lagnaframkvæmdir hef ég sent fyrirspurnir til Mílu ehf. um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Í ágúst s.l. sendi ég eftirfarandi fyrirspurn: �??Mig langar að vita hvenær Míla hyggst ljúka ljósnetsvæðingu á Heimaey í Vestmannaeyjum? Nær allur vesturbærinn býr við mikla hnökra á sjónvarpsefni og léleg netskilyrði.�?? Svarið sem ég fékk var �??Samkvæmt reglum frá Póst og fjarskiptastofnun þá þarf Míla að bíða í 6 mánuði með að framkvæma frá því að það er opinberlega tilkynnt að Míla ætli að fara í framkvæmdir. Míla tilkynnti um fyrirhugaðar framkvæmdir í Vetsmannaeyjum á heimasíðu sinni 10. Mars og getur því ekki hafið framkvæmdir fyrr en í september…�??
Í byrjun þessarar mánaðar sendi ég fyrirtækinu eftirfarandi fyrirspurn: �??Jæja Mílumenn, nú er kominn október og þið sögðust mega byrja í september. Hvað er að frétta?, það bíða margir eftir betra netsambandi sem er á flestum stöðum í Vestmannaeyjum óviðunandi. �?olinmæðin er á þrotum.�?? Svar barst um hæl: �??Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á framkvæmdum í Vestmannaeyjum, en farið verður í uppbygginu í Eyjum á næstu vikum. �?ví miður liggur ekki fyrir að svo stöddu hvaða hús munu falla undir þá áætlun, en það verður uppfært á heimasíðu okkar um leið og það liggur fyrir.�?? �?etta eru góðar fréttir og vonandi tekur verkið sem skemmstan tíma svo ljúka megi tengingu allra heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum.