Í dag klukkan 13:00 mætast ÍBV og Hapoel í síðari leik liðanna í Evrópukeppni karla. Leikurinn í dag telst heimaleikur ÍBV, en ÍBV sigraði síðasta leik með fjórum mörkum, sem taldist útileikur ÍBV. Liðið sem vinnur samanlagt þessa rimmu mætir Benfica frá Portúgal í þriðju umferð keppninnar.