Í Eyjafréttum 30. janúar 2013 er sagt að um mitt næsta ár, 2014, verði lokið við að leggja ljósnet um allan Vestmannaeyjabæ. �?ar segir að Síminn lofi betri nettengingu með ljósnetinu og truflanir í sjónvarpi muni heyra sögunni til. �?etta stóðst að hluta því veturinn 2014 áttu heimili í eins kílómetra radíus frá símstöðinni við Vestmannabraut þess kost að tengjast ljósnetinu. �??Í öðrum hverfum, s.s. í vesturbænum og útjaðri bæjarins, verður biðin lengri þar sem tengja þarf götuskápa og er áætlað að því verki verði lokið um mitt næsta ár,�?? segir í fréttinni.
En lítið hefur orðið um efndir. Í Eyjafréttum 27. ágúst 2014 er haft eftir Sigurrós Jónsdóttur upplýsingafulltrúa Mílu: �??Áætlað er að framkvæmdir við síðari hluta ljósnetsvæðingar hefjist í haust en ekki liggur fyrir hvenær þeim lýkur. Ein ástæðan fyrir seinkuninni er að eignarhald á aðgangskerfum færðist frá Símanum yfir til Mílu og var þar verið að bregðast við kröfu Samkeppnisstofnunar En nú horfir fram á bjartari tíð hjá þeim sem enn eru úti í kuldanum. Míla stefnir á að halda áfram frekari uppsetningu ljósveitu í Vestmannaeyjum í haust og verður hafist handa við hönnun kerfisins strax í september.�??
Sama sagan á ný
Og enn var bankað upp á hjá Mílu 18. febrúar í ár og það er ekki mikið að frétta. Segir Sigurrós að ekki séu líkur á að sett verði upp ljósnet í vesturbænum alveg á næstunni. �??Peningarnir hafa klárast en ég er að vona að það verði spýtt í þegar kemur fram á vorið. �?etta hefur líka með mannskap og framkvæmdagetu hvað varðar tíma að gera,�?? segir Sigurrós.
Áður en framkvæmdir hefjast þarf að sögn Sigurrósar að tilkynna framkvæmdir til Póst- og fjarskiptastofnunar og þá þurfa að líða sex mánuðir áður en hafist verður handa. �?að verður komið fram á mitt ár áður en Míla getur byrjað. �?etta þýðir að ekki verður byrjað á uppsetningu ljósnets í Vestmannaeyjum fyrr, en Sigurrós segir að áætlað sé að hefjast handa í sumar. Og nú er sumarið liðið.
�?egar rætt var við Sigurrós í síðustu viku kemur í ljós að enn hefur ekkert gerst. �??�?að verður byrjað að setja upp götuskápa í Eyjum á þessu ári til að þétta Ljósveituna á svæðinu. �?að verður ekki klárað á árinu þar sem það eru aðeins þrír mánuðir eftir, en það verður gert á næsta ári svo framarlega sem áætlanir ganga eftir. Míla gat ekki hafið framkvæmdir fyrr en í fyrsta lagi núna í september þar sem fyrirtækinu er gert að tilkynna opinberlega um áætlaðar framkvæmdir með sex mánaða fyrirvara,�?? sagði Sigurrós og leggur áherslu á að nú verði reynt að standast áætlun.
�??�?að er vilji hjá Mílu á að byrja á þessu ári. �?að eru þó nokkrar framkvæmdir sem þarf að fara í til að klára að tengja öll heimili í Vestmannaeyjum. Eins og ég hef sagt áður verður byrjað þar sem einfaldast er að koma upp tengingum en til að koma ljósveitu til erfiðustu svæðanna þarf að fara í þó nokkra jarðvinnu,�?? sagði Sigurrós að endingu.
Birtist í Eyjafréttum 7. október sl.