Fyrirtækið Ísfell ehf. í Hafnarfirði hefur keypt netaverkstæðið Net hf. í Vestmannaeyjum. Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóri Ísfells ehf., staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir í gær.
Ísfell er einn stærsti framleiðandi veiðarfæra á Íslandi, með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, en rekur starfsstöðvar víða um land, m.a. í Vestmannaeyjum, undir nafninu Ísnet en þar er Birkir Agnarsson framleiðslustjóri. Fyrirtækið hefur verið með bækistöðvar sínar að Flötum 19 í Vestmannaeyjum en þar var áður Netagerð Ingólfs Theódórssonar. �?ess má geta að stjórnarformaður Ísfells ehf. er Pétur Björnsson sem á ættir sínar að rekja til Eyja.
Net hf. var stofnað árið 1963 af þeim Finnboga �?lafssyni, �?skari Haraldssyni og Júlíusi Hallgrímssyni. �?að var fyrst til húsa við Hlíðarveg en flutti síðar bækistöðvar sínar inn í Friðarhöfn þar sem nú er fullkomin aðstaða til nótaviðgerða. Stofnendur Nets hf. eru allir látnir en afkomendur þeirra �?skars og Júlíusar hafa rekið fyrirtækið undanfarin ár.
Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóri Ísfells, segir að viðræður hafi staðið yfir um kaupin á síðustu vikum og ákvörðun tekin sl. föstudag. Gunnar var væntanlegur til Eyja í dag, miðvikudag, og sagðist þá ætla að skoða staðhætti með Birki Agnarssyni, framleiðslustjóra Ísnets í Eyjum, og setja niður hvernig rekstrinum verður háttað í framtíðinni.
�??�?að er almenn ánægja hjá okkur í Ísfelli með það hvernig málin hafa þróast og við hlökkum til að taka til starfa á nýjum stað,�?? sagði Gunnar. Eftir þennan samruna verður Ísnet eina nótaverkstæðið í Vestmannaeyjum.