Míla mun hefja framkvæmdir vegna ljóstenginga til fleiri heimila í Vestmannaeyjum í byrjun nóvember. Í þessum áfanga sem nú er að fara í gang verða um 200 heimili tengd ljóstengingum Mílu og þar með verða 70% heimila í Vestmanna- eyjum komin með tengingu við Ljósveitu Mílu. �?au heimili, sem nú verða tengd, eru við eftirfarandi götur: Áshamar, Bessahraun, Búhamar, Dverghamar, Foldahraun, Goðahraun og Kleifahraun, auk þess sem Hamarsskóli verður tengdur. Míla áætlar að ljúka við að tengja þau heimili sem eftir standa á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum Sigurrósar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu, hefjast framkvæmdir Mílu strax í næstu viku. �??Nokkuð mun verða um jarðframkvæmdir til að koma ljósleiðara nær heimilum. �?ví má búast við einhverju jarðraski í fyrrnefndum götum,�?? sagði Sigurrós sem upplýsti að á síðustu misserum hafi Míla unnið að uppbyggingu háhraðanets á landsvísu þar sem tengt er frá símstöð. �??Í dag hafa mörg heimili á flestöllum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni möguleika á allt að 50 Mb/s tengingu frá símstöð, en aðeins næst til þeirra heimila sem eru í innan við kílómetra fjarlægð frá viðkomandi símstöð. Með þessari aðferð hefur Mílu tekist að koma háhraðatengingu til fjölda heimila um land allt og eru um 120 þúsund heimili nú þegar komin með ljóstengingu Mílu sem mögulegan kost hvað varðar fjarskiptatengingar.�?? Sigurrós segir að með ljóstengingu Mílu fáist um 50 – 70 Mb/s hraði til heimila sem bjóði upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðvum á sama tíma. Hraði og öryggi tengingarinnar veitir kjöraðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta. Mögulegt er að hafa fjölda tækja og aðgerða á netinu í gangi, allt á sama tíma. Hefðbundið heimili muni þó seint nýta alla þá bandbreidd sem fæst með ljóstengingunni. Venjuleg heimilisnotkun bandbreiddar sé yfirleitt ekki meiri en 20 �?? 30 Mb/s. �??Sem dæmi má nefna að sjónvarpsáhorf í háskerpu tekur um 9 Mb/s, streymi myndefnis af netinu, s.s. Youtube tekur um 5 Mb/s og að hlusta á tónlist, s.s. af Spotify tekur ekki nema 0,5 �?? 1 Mb/s. Venjulegt netvafur, s.s. heimsókn á mbl.is, Facebook eða annað slíkt, er vart mælanlegt. �?að þarf því ansi mikið til að klára bandbreiddina sem fæst með tengingunum. Einnig má hafa í huga að aðeins næst mögulegur hraði sambands með beintengingu með snúru, en þráðlaust net nær aldrei fullum afköstum línu,�?? sagði Sigurrós.
Frekari upplýsingar um það svæði sem verður tengt er að finna á heimasíðu Mílu.