Biðstaða er eins og er í framkvæmdum við skiptingu á gervigrasinu í Eimskipshöll. Vél verktakans bilaði og er ný á leið til landsins með flugi. Tveggja til þriggja daga vinna er svo eftir svo vonir standa til að hægt sé að opna hana fyrri hluta næstu viku.
�??Annars er maður orðinn hundleiður á þessum seinkunum og er því varkár í yfirlýsingum um verklok. Verkinu átti að ljúka undir lok ágústmánaðar sem segir allt sem segja þarf. Steini & Olli hafa umsjón með þessu verki og hafa verið í sambandi við undirverktakann, Polytan, sem er að skipta út grasinu og hafa hreinlega ekki staðið sig�?? sagði Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.