ÍBV mætti Benfica í kvöld í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en liðin mættust í Lissabon í kvöld þar sem strákarnir töpuðu naumlega 26-28 eftir að hafa verið yfir nánast allan tíman í leiknum. �?að er þó enn von en strákarnir þurfa þá að sigra leikinn á morgun með þremur mörkum en það lið sem sigrar samanlagt leikina tvo fer áfram í 16 liða úrslitin.
Liðsmenn Benfica skoruðu fyrsta mark leiksins og voru yfir 1-2 en þá tóku leikmenn ÍBV völdin á vellinum og leiddu alveg allt þar til um tíu mínútur voru eftir af leiknum. ÍBV náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 12-7, en þeir voru yfir í hálfleik 14-13 þar sem Einar Sverrisson var frábær en hann skoraði átta af mörkunum fjórtán í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 12 mörk í leiknum.
Eyjamenn leiddu framan af síðari hálfleik eða allt þangað til tíu mínútur voru eftir eins og áður sagði en þá jöfnuðu liðsmenn Benfica leikinn í 22-22 en þeir voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 26-28.
Liðin mætast svo aftur á morgun en leikurinn hefst klukkan 19:30.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Einar Sverrisson 12, Kári Kristján Kristjánsson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Grétar �?ór Eyþórsson 2, Dagur Arnarsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1 og Brynjar Karl �?skarsson 1
Stephen Nielsen varði 9 skot í marki ÍBV og Kolbeinn Aron Arnarsson varði eitt víti.