Á morgun þriðjudaginn 29. Desember kl. 20.00 fer fram aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í salnum Eldey við Goðahraun. Í auglýsingu fyrir fundinn í Eyjafréttum á dögunum kemur fram að einn dagskráliða fundarins er könnun meðal félagsmanna um áhuga á sameiningu við Félag skipstjórnarmanna. Í auglýsingunni stendur �??í dagskrálið 2 verðjur tekin fyrir krafa FFSÍ um sameiningu Verðandi við FS og leggja niður FFSÍ. Við viljum vita afstöðu félagsmanna.�??
Hvað stendur til, er vilji til sameiningar og viljið þið leggja niður Farmannasambandið? �??Nei, nei, en á þingi FFSÍ í lok nóvember fékk ég þau skilaboð frá FFSÍ að það væri krafa um aðstöðu Verðandi varðandi sameiningu við FS. �?eir vilja vita afgerandi afstöðu okkar og ég lofaði þeim að Aðalfundur Verðandi myndi auglýsa þessi skilaboð. �?g stend við það sem formaður félagsins sem er bara gott mál. Við viljum ekki sameiningu. Vissulega hefur þessi tillaga verið borin upp á fundum félagsins og að ég held frá árinu 1997 og alla tíð hefur Sigurbjörn Árnason borið hana upp. �?egar hann hefur ekki átt heimagengt hefur einhver annar borið hana upp í hans nafni,�?? sagði Bergur Kristinsson, formaður Verðandi, í samtali við Eyjafréttir
En að hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessar kröfur FFSÍ?
�??Vissulega, en gífurlegt tap FFSÍ á þessu ári er ástæðan og þar vegur launakostnaðurinn stóran hluta ásamt ýmsum hlunnindum. Af hverju getur fólk ekki mætt í sína vinnu án þess að að þurfa nokkra þúsund kalla fyrir á dag fyrir það eitt að mæta í vinnuna á bílnum sínum. Venjulegt fólk fær ekki bifreiðastyrki. �?egar Bjössi var formaður Verðandi fékk hann strætómiða til að komast milli staða í Reykjavíkinni. FFSÍ tapaði tæpum 14 milljónum á þessu ári. Miðað við sama ástand fer FFSÍ á hausinn eftir 8 ár. Krafan er að komast í peninga stéttarfélagana og þá verður bullandi hagnaður af öllu batteríinu. �?á má til dæmis hækka laun stjórnarmanna, sem vilja svo hækka laun formannsins. �?etta er það sem hefur skeð í flest öllum verkalýðsfélögum landsins. �?g er ekki að skjóta FFSÍ, heldur flest öll stóru verkalýðsfélögin.�??
Hvað leggur Verðandi mikla peninga í FFSÍ?
�??Við borgum 6000 per félagsmann eða 702,000 á ári. Við leggjum 2.000 kr á félagsmann varðandi Víkinginn og svo innheimtum við ca. 2,5 milljónir í gegnum greiðslumiðlunarsjóðinn sem við skilum til FFSÍ. �?etta eru ca. 3,5 milljónir sem fara uppá land.�??
Telurðu ykkurr betur betur setta eina, en sameinaðir?
�??Já, það að félagsmenn okkar spöruðu ca. 9 milljónir í félagssjóðagjöld á árinu gleður mig. Menn borga 2,5% af kauptryggingu til okkar og ef menn eru í skiptikerfi borga þeir ekkert í félagssjóðinn okkar meðan þeir eru í fríi enda er farið eftir lögskráningardögum. �?að sem ég þoli ekki er færsla á öllum stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðið, þar sem fólk í stjórnum þessa félaga skammtar sér laun og það í boði verkalýðsins. Mér finnst besta dæmið þegar Verslunarfélag Vestmannaeyja sameinaðist VR og öllu fögru lofað. Hvað leið langur tími þar til allt var svikið og störf lögð niður. �?að sama skeði þegar öll félög skipstjórnarmanna af landinu sameinuðust í FS nema Verðandi og Vísir á suðurnesjunum. FS ætlaði að vera með skrifstofu á Akureyri, en henni var fljótlega lokað. Fyrir mitt leiti skilar Verðandi samfélaginu nú sem endranær góðu búi og á þessu ári styrkti Verðandi td. kvenfélagið Líkn um 2 milljónir. �?að var ákveðið á síðasta aðalfundi. Verðandi hefur styrkt ýmsa aðila hér í Eyjum og �?að væri aldrei hægt í einhverju sameiginlegu félagi. �?g held að Verðandi sem er elsta Skipstjóra-og stýrimannafélag landsins sé fullfært um að semja fyrir sína menn, en við viljum alltaf vera í samvinnu við önnur félög í okkar geira.�??
Nú ert þú búinn að gagnrýna FFSÍ og önnur verkalýðssamtök, er þér þá stætt í stjórn FFSÍ?
�??�?g hef litlar áhyggjur af því, þó ég hafi verið þar í stjórn og varastjórn til fjölda ára. �?að eru ágætis menn í stjórn FFSÍ og eru sammála mér. Varðandi framhaldið veit ég ekki, en sé það alveg eins fyrir mér að greiða okkar greiðslumiðlunargjöld til Sjómannasambandisins. �?g, Valmundur og Hólmgeir vinnum ágætlega saman,�?? sagði Bergur að lokum.