Ljósmyndasafn Vestmannaeyja og Viska hafa sameinast um að bjóða upp á 5-7 ljósmyndadaga á hinu nýbyrjaða ári. �?ótti mörgum vel við hæfi að samstarfið hæfist á konudeginum sjálfum enda enginn mikilvægur knattspyrnuleikur þann daginn. Arnar Sigurmundsson og Kári Bjarnason munu vera Sigurgeiri Jónassyni til aðstoðar við að sýna og spjalla um valdar myndir úr hinu ótrúlega fjölbreytta safni Sigurgeirs sem spannar yfir 70 ára sögu Vestmannaeyja. Hver ljósmyndadagur verður helgaður einu meginþema og að þessu sinni verður staldrað við veturinn í sínum klakaböndum og ljúfum barnaleikjum. Margar af myndunum hafa ekki verið gerðar aðgengilegar áður. Til heiðurs deginum verður endað á syrpu af myndum af konum í Vestmannaeyjum við leik og störf.
Allir eru hjartanlega velkomnir og rétt að ítreka að dagskráin er í nýju húsnæði Visku að Strandvegi 50 (þar sem Ríkið var áður til húsa). Á sunnudaginn frá kl. 15:00 til 16:30.
Kaffi á boðstólum.