Nú er búið að opna fyrir umsóknir á vef Háskólans í Reykjavík fyrir diplómu í Haftengdri nýsköpin í Vestmannayjum.
Diplómanám (84 ECTS) sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum. Kennsla fer fram í Vestmannaeyjum og er áhersla lögð á sterk tengsl við atvinnulífið. Námið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.
Námslýsing:
Mikillar fagþekkingar og kunnáttu er krafist í íslenskum sjávarútvegi. Velgengni atvinnugreinarinnar byggist á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis.
Að námi loknu hlýtur nemandi diplómagráðu sem nýtist á vinnumarkaði og getur jafnframt fengið einingar metnar í áframhaldandi nám við HR eða HA.
Raunverkefni
Nemendur vinna styttri og lengri verkefni sem snúa meðal annars að vinnslutækni, skráningu, ferlum, markaðsmálum og mannauðsstjórnun.
�?átttaka í tímum
Sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja taka virkan þátt í kennslustundum með því að deila reynslu sinni og fagþekkingu.
Samvinna í verkefnum
Nemendur vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Fyrirtækin eru jafnframt tilbúin til að veita nemendum starfsaðstöðu og ýmsa aðra aðstoð, aðgang að framleiðslutækjum og upplýsingum eftir samkomulagi.