�?jóðhátíðarlagið í ár verður samið af tónlistarmanninum Halldóri Gunnari Pálssyni, kórstjóra Fjallabræðra en Sverrir Bergmann og Friðrik Dór munu syngja lagið. Eins og áður þá verður lagið frumflutt um mitt sumar.
Eftirvænting er mikil og sérstaklega í ljósi þess að árið 2012 samdi Halldór einmitthið geysivinsæla �?jóðhátíðarlag �?ar Sem Hjartað Slær sem Sverrir Bergmann hefur gert ódauðlegt. Friðrik Dór hefur svo átt tvö mest spiluðu íslensku lögin undanfarið árið og því verður gaman að sjá útkomuna hjá þessum tveimur gríðarlega vinsælu söngvurum.
Nýstofnuð hljómsveit þeirra Halldórs og Sverris, Albatross, mun gefa út lagið og sjá um að frumflytja það á �?jóðhátíð 2016.
Albatross, sem stofnuð var í kringum síðustu áramót er einmitt þessa dagana í hljóðveri að taka upp tónlist.
Forsala á �?jóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is.
�?að eru Tuborg, Pepsi Max og �?B sem færa þér �?jóðhátíð í Eyjum.
Nánari fréttir af dagskrá hátíðarinnar munu berast fljótlega.