Liðlega tvítugur Selfyssingur var í Hæstarétti sýknaður af ákæru um að hafa valdið skipsfélaga sínum tjóni á þvagfærum með allhrottalegu pungtaki. Maðurinn var í Héraðsdómi dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fórnarlambinu miskabætur. Hæstiréttur taldi hins vegar framburð fórnarlambsins og læknaskýrslur ekki nógu sannfærandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst