Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi á Selfossi í nótt. Að sögn lögreglu voru sex manns handteknir á Selfossi en þar fannst eitthvað af amfetamíni, en lögreglan gerði þar húsleit um kl. þrjú í nótt. Þar sem enginn gekkst við að eiga efnið voru allir handteknir og verður skýrsla tekin af þeim síðar í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst