Geir H. Haarde, forsætisráðherra hefur skipað Ólaf Hjálmarsson, skrifstofustjóra í embætti hagstofustjóra til næstu fimm ára frá og með 1. mars. Níu sóttu um starfið. Ólafur er sonur hjónanna Hjálmars Þorleifssonar, rafvirkja og Kristínar Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð. Æskuslóðir Ólafs voru austur í Grænuhlíð en þar bjuggu foreldrar hans fram að gosi. Systkini Ólafs eru Inga, Þorleifur og Soffía Birna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst