Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í þrígang ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína.
Fyrsta árásin átti sér stað í febrúar 2004 við skemmtistað á Selfossi en þá hrinti hann konunni þannig að hún úlnliðsbrotnaði. Þá áttu tvær árásir sér stað í fyrra, önnur á Selfossi og hin í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst