Nú er verið að syngja inn jólin í Höllinni en búið er að koma upp fjögurra metra jólatréi sem blasir við þegar keyrt er framhjá samkomuhúsi Eyjamanna. Í kjölfarið verður svo boðið upp á glæsilegt fjölskylduhlaðborð Einsa Kalda og Hallarinnar sunnudaginn 5. desember. Þar verður boðið upp á glæsilegt hlaðborð fyrir alla aldurshópa og í boði er sérstakt barnahlaðborð. Jólasveinninn kíkir að sjálfsögðu við og svo munu þau Silja Elsabet og Binni pabbi taka lagið. Óskar og Lauga ætluðu að koma fram á fjölskyldujólahlaðborðinu en vegna óviðráðanlegra orsaka urðu þau að afboða.