Knattspyrnumaðurinn efnilegi Þórarinn Ingi Valdimarsson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Þórarinn Ingi er mikið efni, lék m.a. með íslenska U-21 árs liðinu gegn Tékkum fyrr á þessu ári og var einn besti leikmaður ÍBV í sumar, sérstaklega á lokasprettinum þegar hann skoraði nokkur mikilvæg mörk.