Karlalið ÍBV tekur í dag á móti ÍR í 1. deild karla en leikurinn hefst klukkan 13:00. Eyjamönnum hefur fatast flugið undanfarið en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig, eftir að hafa verið við toppinn það sem af er vetrar. ÍR-ingar eru í þriðja sæti með 13 stig og því til alls að vinna fyrir Eyjamenn að næla sér í tvö stig í dag.