Eimskip, Vestmannaeyjabær og Félag kaupsýslumanna ætla að bjóða Íslendingum til Vestmannaeyja laugardaginn 11. desember næstkomandi. Boðið verður upp á fríar ferðir með Herjólfi fram og til baka en sigling frá Landeyjahöfn tekur aðeins 30 mínútur. Aðstandendur uppátækisins vilja með þessu kynna samgönguleiðina og það sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða á aðventunni.