Opnað verður fyrir úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin á morgun

ÍBV hefur fengið töluvert af ábendingum frá gestum sínum undanfarin ár um að fólk vilji annað fyrirkomulag á úthlutun á hvítu tjöldunum. ÍBV auglýsti eftir hugmyndum af fyrirkomulagi í haust og komu nokkrar hugmyndir og er ein þeirra var sú að fólk sækir um lóðir fyrir tjöldin sín og verður sú leið farin í ár.

Þegar sótt er um þarf fólk að vita breiddina á tjaldinu sínu og vera með kortaupplýsingar. Hægt er að sækja um á vefsíðunni www.dalurinn.is undir mínar pantanir (efst í horninu). Ekki er hægt að sækja um nákvæmar staðsetningar eins og að vera þriðja tjald í Sjómannasundi. Fólk sækir um götu og hvort það vilji vera hægra eða vinstra megin í henni, einnig er hægt að biðja um að fá að vera fremst í götu.

Dóra Björk framkvæmdastjóri ÍBV sagði að fyrirkomulagið væri ekki þannig að fyrstur kemur fyrstur fær, „Nei kerfið vinnur ekki þannig úr umsóknunum heldur verður úthlutunin tilviljunarkennd en auðvitað verður reynt að fólk fái það sem það biður um.“
Af hverju þarf að gefa upp kortaupplýsingar? Það kostar 15.000 per lengdarmeter að nýta ekki lóðina sem maður fær úthlutað. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að margir sæki um lóð fyrir sama tjaldið. Það kemur fram á síðunni hvað þið þurfið að borga mikið ef þið nýtið ekki lóðina en ef þið mætið með súlurnar ykkar í dalinn þá verður engin kostnaður við úthlutinina.
Hver úthlutar lóðunum? Forit hannað af Magnúsi Gíslasyni sér um úthlutinina.26. til 28. Júlí þarf að staðfesta úthlutinina, af hverju er það gert? Þetta er gert til að koma í veg fyrir að það verði eyður í götunum og einnig til að finna út hverjir þurfa að borga og hvejir ekki. Þessi staðfesting fer fram á síðunni www.dalurinn.is undir mínar pantanir þ.e. sama leið og farið var til að panta lóð.

„Við í nefndinni vonumst til að þetta fyrirkomulag muni ganga upp en við gerum okkur grein fyrir að það geta orðið smá hnökrar á kerfinu fyrst um sinn. Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur línu á info@dalurinn.is,“ sagði Dóra Björk

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.