Grunnskóli Vestmannaeyja lenti í 1. sæti í grunnskólakeppni Lífshlaupsins, en síðustu ár hefur skólinn alltaf verið í efstu sætunum. 8. EB var sá bekkur sem hreyfði sig mest á meðan keppninni stóð, en allir bekkir skólans tóku virkan þátt. Í dag og á morgun munu allir bekkir í GRV fá afhent viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna.
Átakið hófst miðvikudaginn 3. febrúar og stóð til 16.febrúar, en Lífshlaupið er landsátak á vegum �?lympíusambands Íslands og Landlæknisembættisins. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti.
Við hjá Eyjafréttum óskum Grunnskóla Vestmannaeyja innilega til hamingju með þennan flotta árangur!