Sara Renee og Dagbjört Lena unnu rétt í þessu söngvakeppni Samfés en þær kepptu fyrir hönd Rauðagerðis frístundarhúsins í Vestmannaeyjum.
Við hjá Eyjafréttum óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Sara söng lagið �??Pretty Hurts�?? með Beyonce og Dagbjört Lena Sigurðardóttir sá um undirleik á píanó að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samfés.
Hér má sjá upptöku frá forkeppninni á Rauðagerði.