�?lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti viðurkenninguna, Lofsvert lagnaverk Lagnafélags Íslands fyrir árið 2015, við hátíðlega athöfn að Eldheimum í Vestmannaeyjum eftir hádegið í dag. Staðsetningin var engin tilviljun því Eldheimar gosminjasafn urðu fyrir valinu að þessu sinni. �?órður �?lafur Búason verkfræðingur og formaður viðurkenningarnefndar Lagnafélagsins að í Eldheimum væri á verðugan hátt minnst þeirra atburða sem urðu þegar eldgos hófst á Heimaey 23. janúar 1973. �?lafur Ragnar tók í sama streng og sagði Eldheima eitt af öndvegissöfnum landsins.
�?etta er í annað skiptið á 27 árum sem Lagnaverðlaunin koma í hlut Eyjamanna, fyrra skiptið komu þau í hlut þeirra sem komu að byggingu Safnaðarheimilis Landakirkju.
�?eir sem hlutu verðlaunin eru Vestmannaeyjabær sem eigandi Eldheima, Margrét Gunnarsdóttir arkitekt, TPZ teiknistofa ehf., Steini og Olli, Geisli, Steini pípari. Eyjablikk, Verkís og Tengi.
Á myndinni er �?lafur Ragnar Grímsson, forseti ásamt fulltrúum þeirra sem fengu Lagnaverðlaunin 2015.