Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, verður í banni í 3. leik liðsins gegn Haukum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið fyrir óíþróttamannslega framkomu í garð Hákonar Daða Styrmissonar, leikmanns Hauka og fyrrum leikmanns ÍBV.
Málið var tekið upp á fundi aganefndar og komust þau að þeirri niðurstöðu að brotið verðskuldaði eins leiks bann.
Hér að neðan má sjá úrskurð aganefndar, enn er óvíst um þátttöku Magnúsar Stefánssonar í leiknum sem var fluttur úr húsi í sjúkrabíl.
1. Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart andstæðingi í leik ÍBV og Hauka í Mfl.ka. 25. apríl 2016. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.