Ísleifur II VE-336 hefur verið seldur til Noregs og mun eiga heimahöfn í Tromsö. �?ar verður skipið gert út til selveiða auk annarra verkefna sem til falla. Ísleifur II er sjötta skipið sem ber Ísleifsnafnið en það vill svo til að í ár eru 100 ár frá því að fyrsta skipið var skýrt því nafni, en fyrsta skipið var Ísleifur ÍS-390. Sá Ísleifur var 30 tonna eikarbátur smíðaður fyrir Ísfirðinga, eins og einkennisstafirnir bera með sér. Ársæll Sveinsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum, keypti bátinn árið 1930 til Eyja og lofaði fyrri eigendum því að hafa Ísleif grænan með gulri rönd, þá myndi vel farnast.
Vinnslustöðin greindi frá þessu á heimasíðu sinni
vsv.is.