Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur leitað af sér allan grun um að sprengju sé að finna um borð í Herjólfi og er skipið nú í venjulegri áætlun á leið í Landeyjahöfn. Jóhannes �?lafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum sagði að þeim hefði borist tilkynning um hugsanlega væri sprengja um borð. �??�?að sem gerðist er að þegar stúlka í hópi farþega opnar tölvuna sína í Herjólfi koma upp skilaboð að sprengja sé um borð. Ekki kom fram hvort hún væri um borð í Herjólfi eða annars staðar,�?? sagði Jóhannes. �??Hún er hópi erlendra nemenda og tilkynnti þetta strax til áhafnarinnnar sem hafði svo samband við okkur.�??
Jóhannes sagði að strax hefði verið haft samband við sprengjudeild Ríkislögreglustjóra og ákveðið var að lögreglan í Eyjum og áhöfn myndu leita um borð. �??Við leituðum af okkur allan grun og ræddum við krakkana á eftir og róuðum þau. �?að er algent að svona skilaboð komi upp þegar fólk opnar tölvur á fríu netsvæði eins og er um borð í Herjólfi.�??
Um 150 farþegar voru um borð og gengu í land eins og ekkert hefði í skorist. Hópurinn sem stúlkan var með róaðist eftir að lögreglan hafði rætt við þau.
Á myndinni eru farþegar sem biðu eftir að komast um borð.