Í tilefni af fyrsta leik meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu fengum við nokkra hressa stuðningsmenn til að spá fyrir um sumarið og leik dagsins. En fyrsti leikur liðsins fer fram á Hásteinsvelli klukkan 17.00 í dag á móti ÍA. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að mæta á völlinn og styðja okkar menn.
Ingi Sigurðsson
Sumarið leggst nokkuð vel í mig. Liðið hefur fengið góðan liðsstyrk með nýjum leikmönnum og aðrir leikmenn líta betur út en í fyrra. Svo held ég að stuðningsmenn liðsins verði í enn betra formi en á síðasta tímabili. Byrjun tímabilsins skiptir öllu máli upp á mögulegt sæti. Ef byrjunin verður góð þá tel ég liðið líklegt til að hafna um miðja deild.
Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ?
Leikurinn gegn Skagamönnum verður erfiður, en ég tel að sigurinn lendi Eyjamegin, 2-1.
�?lafur Björgvin Jóhannesson
Sumarið legst vel í mig. Við erum með flottan hóp í ár sem við höfum trú á. Ef allt gengur upp þá má gera virkilega vel í sumar. �?ú lesandi góður getur verið hluti af þessu með að mæta á völlinn og stutt þitt lið til sigurs. Mér finnst strákarnir í liðinu mjög vel stemmdir og tilbúnir í verkefnið sem Bjarni og Alli hafa lagt upp með. �?g er mjög spenntur að þetta sé að byrja. Krafan er alltaf einföld með þessari klysju að gera betur en í fyrra, en minn draumur er alltaf 1. sætið, en ef við erum raunhæfir þá 5.-6. sætið frekar raunhæft.
Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ?
ÍBV vinnur þennan leik 3-1, ætla ekki að segja hverjir skora því fólk verður að mæta og sjá það sjálft.
Kiddi Gogga
Sumarið leggst bara nokkuð vel í mig. Eins og svo sem alltaf þá er byrjunin mikilvæg og þar skipta fyrstu heimaleikirnir sérstaklega miklu máli. Hásteinsvöllur er auðvitað gríðarlega mikilvægur og verðum við einfaldlega að ná góðum úrslitum þar. Hvað liðið varðar þá tel ég það nokkuð vel mannað. Vörnin ætti að vera orðið nokkuð vel slípuð og ekki skemmir fyrir að Andri �?lafs er byrjaður aftur og jafnvel stutt í Matt Garner. Avni Pepa á eftir binda vörnina vel saman og vera okkar jafnbesti maður í sumar. Að mínu mati var frábært að fá Pablo Punyed frá Stjörnunni og á hann vonandi eftir að gera frábæra hluti fyrir okkur. Verður svo gott að fá Gunnar Heiðar sterkan inn um mitt sumar. Okkur hefur verið spáð á miðlunum frá 8.�??10. sæti og er það eflaust raunhæft ég yrði gríðarlega sáttur með 5.-6. sæti en auðvitað fara menn í alla leiki til að vinna þá og kannski gerum við það bara!!
Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ?
�?g er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Skaganum og spái okkur 2-0 sigri. Við verðum klárlega að vinna þessa heimileiki þannig þetta verður engin spurning. �?g spái því að skóbúðarprinsinn Aron skori annað markið og annar daninn hitt. �?ska ég svo strákunum og auðvitað stelpunum, sem eiga eftir að gera gott mót líka, velfarnaðar í sumar.
Áfram ÍBV
Hjördís Jóhannesdóttir
Sumarið leggst vel í mig. Maður finnur hvað spennan magnast þegar styttist í mót. �?að er alltaf smá óvissa með ÍBV þar sem endanlegt lið kemur seint saman. �?g held samt að við náum eyjastemningunni í ár og lendum í 7.sæti
Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA?
Vinnum hann 2-0. Létt!
Marta Sigurjónsdóttir
Mjög vel, flottur hópur og flottur þjálfari. Er virkilega spennt fyrir sumrinu. �?g spái því að ÍBV endi í 5.sæti.
Hvernig fer leikurinn á móti ÍA í dag ?
2-1 ÍBV tekur þetta