Eins og flestir vita er spennan í hámarki í Eyjum fyrir leik ÍBV-Hauka í Olísdeild karla í handboltanum. En með sigri í þessu leik geta Eyjamenn jafnað einvígið, sem stendur nú í 2:1 fyrir Haukum. Við fengum nokkra stuðningsmenn liðsins til þess að spá fyrir um leikinn og framhaldið.
Rakel Hlynsdóttir
Leikurinn leggst bara rosalega vel í mig. Smá stress í gangi! �?g spái því að Eyjamenn vinni sannfærandi sigur. �?g hugsa að þetta endi í oddaleik á Ásvöllum. Og að ÍBV vinni að sjálfsögðu þar líka og berjist um bikarinn.
Sindri �?lafsson
Leikurinn leggst vel í mig, það var eitthvað ofboðslega fallegt í loftinu á Ásvöllum á föstudaginn sem hefur vantað í of marga leiki í vetur. �?g hef mikla trú á því að þetta verði góður ÍBV dagur og held að við vinnum 28-27.
Hvernig heldur þú að framhaldið af úrslitakepnninni verði ?
�?að verður ósköp einfalt, liðið sem vinnur þessa rimmu verður Íslandsmeistari.
Páll Eydal Ívarsson
Heyrðu hann leggst bara nokkuð vel í mig. Hrikalega sterkt að fá óþreyttan Kára inn. �?g sé það bara ekki fyrir mér að Haukar séu að fara vinna annan leik hérna á heimavelli í okkar gryfju með stútfullt hús af geðveiku liði! �?g ætla tippa á 31-29 fyrir ÍBV. Eigum við ekki að segja á það verði lámark ein framlenging. Allir verða með óreglulegan hjartslátt og fjör. �?g spái því að ef við vinnum Haukana í dag og tökum oddaleikin þá verðum við Íslandsmeistarar ekki flóknari en það! Og það verður á móti Aftureldingu
Svanhildur Eiríksdóttir
Leikurinn leggst bara vel í mig, býst við mikilli baráttu eins og hefur verið í síðustu leikjum milli ÍBV og Hauka en hinsvegar þar sem liðin eru svo hrikalega jöfn er ég líka mjög stressuð! �?g spái IBV sigri með 1-2 mörkum. �?etta verður hrikalega jafnt alveg út og mun ráðast á lokasekúndunum. ÍBV hjartað vil auðvitað fá strákana alla leið í úrslit en bæði lið eru með hrikalegan baráttuanda og gefast hvorug auðveldlega upp. Afturelding er hinsvegar búið að vera á hrikalegri siglingu í síðustu tvem leikjum á móti Val. �?tli ég segi ekki að ég sjái fyrir mér IBV og Aftureldingu í úrslitum!
Ríkharð Bjarki Guðmundsson
Leikurinn leggst ágætlega í mig, þetta verður liklegast hörkuleikur eins og hinir þrír með öllu inniföldu. �?g ætla að spá því að við tökum þetta með einu hér heima og svo klára ÍBV peyjarnir þetta í Hafnarfirði með tveim. Varðandi framhaldið þá held ég að ef spá mín rætist og við sláum Haukana út, þá fer bikarinn til Eyja og þeir sigli með bikarinn heim í höfn. �?að er nefnilega fátt skemmtilegra og þeir vita það.
Erna Valtýsdóttir
Leikurinn leggst hrikalega vel í mig, ég er alveg með fiðring í maganum. Stemmninginn er algjörlega svakalega. �?g spái ÍBV að sjálfsögðu sigri. �?eir taka þetta 25-23. �?eir vinna hér í Eyjum og vinna næsta leik á Ásvöllum. �?ið þekkið restina. Íslandsmeistarar, já Íslandsmeistarar, ú-ú.
Að lokum viljum við hvetja alla Eyjamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs. En leikurinn hefst klukkan 15.00!