ÍBV mun leika með minnismerki um Abel Dhaira á búningum sínum í sumar, sjá mynd. ÍBV fékk leyfi frá KSÍ til að setja merkið, Abel Dhaira “;”1, á búninginn fyrir Pepsídeildina 2016. ÍBV þakkar KSÍ fyrir skilning og stuðning á aðstæðum. Fyrir leikinn í dag verður stund til minningar um Abel sem og fyrrverandi stjórnarmann knattspyrnuráðs ÍBV, Eggert Garðarsson, sem lést snemma á árinu.
Áfram ÍBV