ÍBV vann öruggan sigur á móti ÍA, 4-0 í fyrstu umferð Pepsi deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn voru með sterka yfirburði allan leikinn og var því sigurinn verðskuldaður.
Simon Smidt skoraði stórglæsilegt mark eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni á 9.mínútu leiksins og fjórum mínútum síðar skoraði Aron svo annað mark ÍBV. Á 36.mínútu skoraði Sindri Snær Magnússon svo frábært mark og staðan var því 3-0 í hálfleik fyrir Eyjamönnum. Frábær fyrri hálfleikur hjá ÍBV sem Skagamenn höfðu fá svör við. Varamaðurinn Charles Vernam fékk svo boltann í vítateignum á 82.mínútu og sólaði þar þrjá leikmenn ÍA og gulltryggði Eyjamönnum sigurinn. Frábær byrjun hjá okkar mönnum á tímabilinu og frábær mæting hjá stuðningsmönnum liðsins, en rúmlega 900 manns mættu á völlinn.