�?rátt fyrir svekkjandi tap í handboltanum á móti Haukum, geta okkar menn verið stoltir af sínum árangri. Frábæru tímabili lokið og Eyjamenn hafa sýnt það og sannað að við eigum vel heima á toppnum í handboltanum. �?ví er við hæfi að óska strákunum til hamingju með sinn flotta árangur og stuðningsmönnum ÍBV fyrir frábæra stemmningu á leikjum tímabilsins. �?skar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum í dag og fangaði vel stemmninguna sem ríkti í salnum. ÁFRAM ÍBV, alltaf, alls staðar!