GV Open Opnunarmótið fór fram í dag við ágætar aðstæður í Vestmanneyjum í dag. Völlurinn kemur ágætlega undan vetri að sögn aðstandenda GV og eru þeir bjartsýnir á flott sumar.
Heimamaðurinn Daníel Ingi Sigurjónsson lék best allra en hann lék á 74 höggum eða á 4 höggum yfir pari. Á hringnum fékk Daníel 5 skolla og einn fugl.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Besta skor: Daníel Ingi Sigurjónsson, 74 högg
1.sæti punktar m/forgjöf : Bogi Hreinsson, 39 punktar
2.sæti punktar m/forgjöf: Sigurjón Pálsson, 38 punktar
3.sæti punktar m/forgjöf : Bergur Magnús Sigmundsson, 37 punktar