Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk til síns heima vegna ástands þess. Eitt fíkniefnamál kom upp í liðinni viku en þá var höfð afskipti af ungum dreng í tengslum við fíkniefnmisferli. Viðurkenndi drengurinn sölu fíkniefna hér í Eyjum og telst máli upplýst. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni án þess þó að um slys á fólki hafi verið að ræða. �?kutækin skemmdust eitthvað í óhappinu. Eitt brot gegn umferðarlögum var kært í vikunni en þarna hafði ökumaður lagt bifreið sinni ólöglega og má búast við sekt.