Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var mjög illur eftir leik liðsins gegn ÍBV í Árbænum í dag en Fylkir tapaði leiknum og er enn án stiga eftir fjórar umferðir. Hermann réðst að Hannesi Gústafssyni, stjórnarmanni ÍBV sem var með Eyjamönnum á bekknum leiknum, og tók hann hálstaki þegar leikar æstust hvað mest. �??Lýsa þessar myndir þessu ekki ágætlega?�?? spurði Hannes blaðamann Vísis þegar hann leitaði eftir útskýringum á myndunum sem Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði af átökunum eftir leik. �??Hermann tók mig hálstaki. Hann hefur átt það til að gera þetta við marga í gegnum tíðina og hann gerði það aftur núna. �?tli hann hafi ekki bara verið tapsár,�?? sagði Hannes.
Hannes var ekkert reiður út í Hermann heldur var allur hinn léttasti þegar Vísir náði í hann en þá voru Eyjamenn á heimleið eftir glæsilegan útisigur. �??�?etta er hans stíll greinilega og bara fínasti stíll fyrir hann. �?etta atvik lýsir sér bara sjálft. �?g þekki kauða ágætlega þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,�?? sagði Hannes. �??Mér þykir samt jafnvænt um hann og áður. Menn bregðast bara misvel við tapi. �?g vona bara að hann noti orkuna sína frekar í að halda Fylki gangandi. �?g óska honum velfarnaðar í því.�?? Aðspurður hvort hann hafi ekki verið hræddur svaraði Hannes: �??Nei, ég hræðist Hermann ekki neitt. �?etta lýsir honum bara vel.�??