ÍBV heimsótti Fykli í Árbænum í gær og voru Eyjamenn komnir tveimur mörkum yfir á fyrstu tíu mínútum leiksins. Mikkel Maigaard Jakobsen átti fasta fyrirgjöf sem fór af Alberti Brynjari Ingasyni og inn. Skömmu síðar átti Jakobsen skot af 25 metra færi sem Lewis Ward í marki Fylkis sló út í teig og beint á Sindra Snæ Magnússon sem skoraði auðvelt mark.
Eyjamenn stjórnuðu leiknum og fengu Fylkismenn lítið af færum. Sigurður Grétar Benónýsson innsiglaði sigur gestanna undir lok leiksins og frábær þriggja marka útisigur staðreynd.