Kór Átthagafélags Strandamanna heldur tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 21. maí kl. 17.00. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og undirleikari á píanó er Vilberg Viggósson. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg t.d. Riddari götunnar , Hér stóð bær, Hagavagninn, Mamma þarf að djamma, Blíðasti blær og fleiri góð lög.
Kórinn hefur einu sinni áður haldið tónleika í Vestmannaeyjum en það var árið 2000. Sú ferð heppnaðist mjög vel og því mikil tilhlökkun hjá kórfélögum að syngja þar aftur.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.