Frumvarp um heimild til útboðs nýrrar Vestmannaeyjaferju liggur fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að að kostnaður ríkisins vegna kaupa á nýrri ferju nemi allt að 4,8 milljörðum króna. Verði frumvarpið að lögum er Vegagerðinni heimilt bjóða út annars vegar að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða að samið verði um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða á verðlagi í árslok 2015.Gert er ráð fyrir að við lok hins tólf ára frests eignist ríkið skipið á 36% af kaupverði sem er tæpir 1,5 milljarðar.
Gangi allt eftir verður hægt að auglýsa útboð á næstu vikum og að opna þau í haust. Miðað er við að nýtt skip verði afhent um mitt ár 2018 eða fyrr.