�??�?g hef ekki verið að máta mig í slíka stöðu og lít ekki endilega á það sem skref upp á við að fara frá því að vera bæjarstjóri í Vestmannaeyjum yfir í þingsetu. Mér líkar afar vel í því sem ég er að gera og tek alvarlega því sterka umboði sem mér og félögum mínum á lista Sjálfstæðismanna var veitt í seinustu kosningum,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður hvort hann hefði hug á að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna komandi Alþingiskosningum.
Hann segir verkefnin hér í Eyjum stór, mikilvæg og aðkallandi. �??Við stöndum enn á ný frammi fyrir breytingum sem við verðum að laga okkur að ef ekki á illa að fara. Tæknivæðing í sjávarútvegi mun fækka störfum á þeim vettvangi um hundruði á næstu árum. Sveitarfélagið hvorki má né ætlar að skila auðu í þeirri umræðu og þeim verkefnum. �?á erum við að ráðast í miklar framkvæmdir á vettvangi bæði aldraðra og fatlaðra auk þess sem við erum að innleiða gríðarmikla þjónustu aukningu til handa börnum og barnafjölskyldum. Í pípunum er uppbygging á háskólanámi, uppbygging sjávar- og þekkingarklasa, framkvæmdir á vetvangi ferðaþjónustu og margt fleira.�??
Elliði vill samt ekki útiloka neitt og bendir á að hann sé ekki ómissandi fyrir Vestmanneyjar þótt Vestmannaeyjar séu ómissandi fyrir hann. �??�?að veit enginn æfi sína fyrr en öll er og það er ekki í eðli mínu að útloka neitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki sterkur í Suðurkjördæmi og nýlegar mælingar gefa jafnvel til kynna að hann tapi helmingi þingmanna sinna og fái eingöngu tvo í stað þeirra fjögurra sem við eigum núna. �?að er staða sem ég hugsa til með ónotum,�?? segir Elliði og bendir á kjördæmaþingið um helgina.
�??�?ar komum við Sjálfstæðismenn saman og ráðum ráðum okkar. Eftir það fara línur að skýrast og ég efast ekki um að listi okkar verður sterkur hvaða leið sem við svo sem förum við að koma honum saman og hvaða einstaklingar veljast tímabundið til þeirra stóru starfa sem framboði fylgir.�??