�?rjú uppsjávarveiðiskip frá Vestmannaeyjum, Heimaey VE-1, Huginn VE-55 og Ísleifur VE-63, fóru í gærkvöldi til tilraunaveiða á Reykjaneshryggnum. Leiðangurinn er farinn í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins VE-55, átti hugmyndina að leiðangrinum. �?tlunin er að leita fyrir sér við Reykjaneshrygginn vestanverðan, jafnvel út fyrir 200 mílna fiskveiðilögsöguna. Páll sagði að þeir gætu þess vegna farið 400�??500 sjómílur út í haf. �??Við vitum varla hvað mun koma út úr þessu. Við höfum lesið einhverjar skýrslur og talað um þetta við Hafrannsóknastofnun. �?að er talað um að þarna geti meðal annars verið ýmsar laxsíldartegundir,�?? segir Páll í umfjöllun um leiðangur þennan í Morgunblaðinu í dag.