Haukar urðu í gær Íslandsmeistarar eftir öruggan þriggja marka sigur á Aftureldingu. Sigur var nánast aldrei í hættu þar sem Haukar leiddu með níu marka mun á köflum, þeir spöruðu besta leik sinn í úrslitaeinvíginu og spiluðu frábærlega í gær.
Gunnar Magnússon er þjálfari Hauka en hann þjálfaði ÍBV við frábæran orðstír árin 2013-2015 þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Hákon Daði Styrmisson gerði sér lítið fyrir og varð markahæstur í leiknum í gær með tíu mörk, Hákon hefur verið frábær alla úrslitakeppnina og fylgdi því svo sannarlega eftir í gær.
Til marks um það hversu góður Hákon Daði hefur verið í úrslitakeppninni þá var hann einungis einu marki frá markameti í úrslitakeppni á Íslandi þar sem hann skoraði 94 mörk í 12 leikjum. Markametið eiga Valdimar Grímsson og Róbert Duranona en þeir