Yngvi Borgþórsson kemur með sína stráka í Einherja í heimsókn á morgun þar sem liðið tekur á móti KFS. Leikurinn hefst á Týsvelli klukkan 12.30. Einherji vann fyrsta leik sinn í 3. deildinni með tveimur mörkum gegn einu á útivelli gegn KFR. Á sama tíma tapaði KFS á móti Kára.
Yngvi Borgþórs er nánast í guðatölu hjá KFS þar sem hann spilaði lengi vel og þótti standa sig frábærlega. Hann á 106 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 54 mörk. Hann verður þó á hliðarlínunni á morgun en gæti komið inn á ef útlitið er svart fyrir hans menn.