,,Mikið hefur verið hringt og verið að panta garðaþjónustu hjá mér undanfarið, en eins og margir vita neyddist ég til að hætta rekstri og snúa mér að öðru eins skrítið og það er. Margt af þessu fólki sem er að hringja hef ég þjónustað í 6-10 ár og með mikilli sorg í hjarta langar mig aðeins að útskýra hvers vegna ég varð að hætta. Eins og svo oft eða alltaf kemur Vestmannaeyjabær þar við sögu þegar um garðyrkju er að ræða og mönnum bolað út,” segir Jónas �?ór Sigurbjörnsson, garðyrkjufræðingur og eigandi Sólbakkablóma sem hann hefur rekið í 15 ár í færslu á Facebooksíðu sinni.
Og hann heldur áfram:
,,Staðan er, að eftir að ég gagnrýndi bæinn fyrir slæleg vinnubrögð við útboð tjaldsvæðanna (val á samstarfsaðila) hefur hann ekki leitað til mín og halda því fram að ég vilji ekki vinna fyrir sig. �?ví vísa ég alfarið á bug. �?g er búinn að vera betlandi vinnu síðast liðin ár og orðið lítt ágengt. Hef einnig séð um Gaujulund síðasliðin 7 ár í sjálfboðavinnu og bærinn ekkert komið þar nærri. Við árstíðabundinn rekstur þá þarf innkoma að standa undir öllu árinu og að vera einn og vera ekki með neitt fast í hendi heftir mannaráðningar alveg.
Um haustið 2014 sagði ég upp samningi mínum við Vestmannaeyjabæ sem hljóðaði upp á um 2,2 miljónir með vsk. vegna þess að hann var orðinn barns síns tíma. Forsendur voru breyttar þar sem Blómaræktinni yrði hætt þar sem hún stóð ekki undir sér og hefði verið hætt árinu fyrr ef við hefðum vitað að okkur var ekki ætlað að reka tjaldsvæðin. �?arna um vorið 2014 voru komnir garðyrkjumenn að planta trjám og blómum en ekkert talað við mig. Að sjálfsögðu verður maður sár og reiður þegar það er gengið framm hjá manni. Einnig er það sérstakt að bærinn keypti 25% meira af blómum sumarið eftir að við hættum ræktun. Og allt ofan af landi. �?etta kallar maður að styrkja sína heimabyggð eða hvað! Fyrir þá garðaþjónustu sem ég hef innt af hendi hef ég fengið mikið hrós fyrir þjónustuna hjá bæjarbúum.
�?g hef rætt við kollega mína upp á landi og eru þeir gapandi yfir því hvað ég hélt þessum rekstri lengi úti með ekki stærri samning við bæinn. �?g hef alltaf viljað vinna fyrir bæinn og það í miklu meira mæli eins og þeir vita allir en ekki haft erindi sem erfiði í gegnum árin. �?g plantaði eitt árið laukum hér um allann bæ á og tók ekki krónu fyrir. Keypti upp lagerinn hjá Blómaval og skreytti bæinn okkar, óbeðinn og kauplaus. �?ess vegna er það sárt að því sé haldið fram að ég vilji ekki vinna fyrir bæinn. Og stunginn í bakið sama árið.
2015 fékk ég ekkert að gera hjá Vestmannaeyjabæ. Bæjaryfirvöld fengu alla þjónustu frá vinum sínum í Reykjavík. �?g sendi bænum tölvupóst í byrjun des 2015 og hljóðaði hann svona:
Sæl verið þið
�?ar sem verið er að skipuleggja fyrir næsta sumar langar mig að forvitnast um hvort
Sólbakkablóm sé einhvað inn í myndinni hjá Vestmannaeyjabæ næsta sumar?
Með von um svar fljótlega.
Kv Jónas �?ór
Garðyrkjufræðingur
Svar kom um hæl og hljóðar svona:
Sæll Jónas
Ef Sólbakkablóm hefur áhuga á að veita Vestmannaeyjabæ þjónustu sína þá er mjög gott að fá að vita af því. Síðustu skilaboð sem stjórnendur Vestmannaeyjabæjar fengu frá Sólbakkablómum voru þau að ekki væri hægt að þjónusta Vestmannaeyjabæ á neinn hátt. �?ví var farin sú leið að leita annað eftir þjónustu. Vestmannaeyjabær hefur alla tíð haft að markmiði að eiga góð samskipti við þjónustuaðila hér innanbæjar ef kostur er.
Viðhorf forsvarmanna Sólbakkablóma til stjórnenda Vestmannaeyjabæjar hefur því miður ekki verið gott og forsvarsmaður Sólbakkablóma hefur ekki legið á skoðunum sínum á því fólki sem stjórnar sveitarfélaginu. Fyrir því höfum við margar tilvitnanair.
Okkur stjórnendum Vestmannaeyjabæjar finnst ekki sanngjarnt þegar talað er á bak við okkur, sérstaklega þegar ekki er verið að fara með rétt mál. Má þar nefna útboðið á tjaldsvæðunum þar sem Sólbakkablóm skilaði ekki einu sinni inn tilboði. �?egar farið var að ræða saman varðandi áframhaldandi rekstur þá varð ljóst að hugmyndir myndu ekki ná saman varðandi reksturinn og því varð að leita annarra leiða. Slíkt er eðlilegt í viðskiptum og gerist daglega án þess að hlaupið sé með mis sannar �??sögur�?? á kaffistofur í bænum.
�?eir fundir sem við höfum átt með þér varðandi viðskipti Vestmannaeyjabæjar og Sólbakkablóma hafa yfir leitt endað á þeim nótum að allir eru tiltölulega sáttir en einhvern veginn virðist það ekki skila sér til þín þegar upp er staðið.
Okkur finnst ekki gaman að vera kölluð fífl og hálvitar, meira að segja beint við náin skyldmenni okkar beggja.
�?egar Sólbakkablóm sögðu upp samningi við Vestmannaeyjabæ með þeim skilaboðum að ekki yrði um frekari viðskipti að ræða var eðlilega farið að leita annarra leiða. Nú er það svo komið, að búið er að gera ákveðnar skuldbindingar en sjálfsagt að skoða hvað Sólbakkablóm geta unnið fyrir sveitarfélagið. �?ví óskar Vestmannaeyjabær eftir því að fá upplýsingar um hvaða þjónusta það er sem Sólbakkablóm telur hugsanlegt að veita sveitarfélaginu og hvað kostar hún.
Kv.
�?lafur �?ór Snorrason
Rut Haraldsdóttir
�?etta er svo uppsögnin sem er vitnað svo mikið í að ég vilji aldrei vinna fyrir bæinn:
Sólbakkablóm segir hér með upp samningi við Vestmannaeyjabæ frá og með 1 september 2014. Og gildir uppsögnin um samninginn í heild sinni.
Sólbakkablóm þakkar samstarfið síðastliðin ár.
kv Jónas.
�?g er með tveggja ára nám og fullur metnaðar og áhuga að þjónusta fólk og vinna við það sem ég hef áhuga á og gera bæinn okkar fallegri. En því miður hefur ráðamönnum hér í bæ tekist að drepa það niður eins og svo oft áður. Núna eru komnir garðyrkjumenn í bæinn otil að klippa og hlaða veggi, ég hefði nú alveg verið til í að vera með í því en bæjaryfirvöld leita ekki til mín.
Ef að ráðamenn Vestmannaeyja halda að þeir séu hafnir yfir gagnrýni ættu þeir að hugsa sinn gang. Sannarlega gagnrýndi ég þessi slæmu vinnubrögð og geri enn. �?g hef alltaf komið hreint (kannski of hreint) fram við bæinn en þegar ég er stunginn í bakið læt ég í mér heyra. �?g hef sönnun þess í bréfinu hér að ofan að okkur var ekki ætluð tjaldsvæðin:
�??�?egar farið var að ræða saman varðandi áframhaldandi rekstur þá varð ljóst að hugmyndir myndu ekki ná saman varðandi reksturinn og því varð að leita annarra leiða.�??
�?að var svo aldrei fundur um áframhaldandi rekstur tjaldsvæðanna. Ef bæjaryfirvöld vilja koma sínu fólki að er lágmarkskrafa að segja það hreint út og koma fram við fólk af fagmennsku.
�?egar ég hugsa aftur til þess tíma þegar ég leitaði til bæjarins fyrir um 8 árum með drög að samningi um klippingu, slátt, blóm ofl. var það von að farsælu samstarfi. Upphafi og eflingu á fegrun bæjarins en ekkert gerðist og þess vegna hef ég alla tíð þurft að vera með einhvern hliðarrekstur, m.a. Tjaldsvæðin.
Í fyrra reyndi ég að vinna bara fyrir einstaklinga en það var ekki að ganga. �?ess vegna kannaði ég hug bæjarins og svarið var skýrt, þú gagnrýnir ekki bæinn. Hef ég þess vegna tekið þá ákvörðun að hætta rekstri og snúa mér að öðru í bili að minnsta kosti. �?g geymi tæki og tól fram yfir kosningar og sé hvort næstu ráðamenn verði með einhvern metnað í umhverfismálum. Vil ég taka það fram að ég hef ekkert út á þessa fagmenn að setja sem eru að hlaða veggina niður við Bónus var meðal annars með sumum þeirra í Garðyrkjuskólanum.
Kveðja til ykkar allra
Jónas �?ór Sigurbjörnsson
Garðyrkjufræðingur.