Í dag klukkan 17.00 mætast ÍBV og Víkingur Reykjavík í fimmtu umferð Pepsídeildarinnar á Hásteinsvelli. ÍBV er nú með sjö stig í deildinni eftir fjóra leiki. Hafa Eyjamenn sótt þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum á útivelli í sumar.
Í fyrra náði liðið einungis í fjögur stig í ellefu útileikjum og mun liðið því vonandi safna fleirum í ár. Næsti leikur er heimaleikur gegn Víkingi Reykjavík sem fer fram á sunnudaginn, klukkan 17:00.