Raquel Isabel Diaz hefur verið ráðin verkefnastjóri markaðs- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Raquel hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, m.a. Actavis, Kaupþing banka og Verne Global. Á árunum 2011-2016 vann hún sem viðskiptastjóri hjá tveimur af stærstu auglýsingastofum landsins (Fíton/Pipar og Íslenska auglýsingastofan) þar sem hún vann að auglýsinga og markaðsmálum fyrir fyrirtæki eins og 365 miðlar, Iceland Express, Alvogen, Dominos, �?lgerðina, Lýsi, Icelandair, Íslandsstofu, Meet in Reykjavík, Rauða krossinn, Medis, �?jóðminjasafnið, Borgarleikhúsið o.fl.
Raquel er með háskólagráðu í almannatengslum og auglýsingafræðum (M.Sc.) frá Háskóla Leonardo Da Vinci í El Salvador. �?ar að auki er hún með MBA með áherslu á stjórnun og M.Sc. gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með diplóma í alþjóðlegum ferðamarkaðsfræðum og hefur tekið þátt í námskeiðum í verkefnastjórnun. Raquel talar og skrifar íslensku, ensku og spænsku.
Verkefni Raquel hjá �?ekkingarsetrinu verða fyrst og fremst á sviði ferðaþjónustu en jafnframt mun Raquel koma að markaðsráðgjöf til atvinnulífsins almennt í Vestmannaeyjum og vinna að Sóknaráætlun Suðurlands samkvæmt þjónustusamningi �?ekkingarseturs Vestmannaeyja við Samtök Sunnlenskra Sveitafélaga.
Ferðaþjónustuaðilar eða aðrir sem leitast eftir ráðgjöf í markaðsmálum geta sent Raquel tölvupóst á netfangið raquel@setur.is, eða verið í sambandi við þjónustuskrifstofu �?ekkingarseturs Vestmannaeyja í síma 4811111.