Heilbrigðisstofnun Suðurlands er mikil ánægja að tilkynna ráðningu tveggja nýrra fastráðinna lækna við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum. Gunnar �?ór Geirsson sérfræðingur í heimilislækningum sem er nýráðinn yfi rlæknir við heilsugæsluna og Kristina Andersen almennur læknir sem stefnir á sérnám í heimilislækningum. Vegna þessa getum við nú bætt þjónustu við íbúa Vestmannaeyja og bjóðum uppá að þeir geti skráð sig á viðkomandi lækni. �?eir læknar sem koma til greina eru Hjalti Kristjánsson sérfræðingur í heimilislækningum, Gunnar �?ór Geirsson sérfræðingur í heimilislækningum og Kristina Andersen almennur læknir. Enn vantar uppá mönnun til að allir íbúar fái sinn eigin heimilislækni/lækni og því verður hluti þjónustunnar á vegum afl eysingalækna sem fyrr. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á netfangið samlag.eyjar@hsu.is og verður tekið á móti skráningu daganna 13. �?? 24. júní n.k. Ef viðkomandi hefur ekki tölvupóst er hægt að hafa samband símleiðis við læknaritara í síma 432-2500. Gert er ráð fyrir að breytingar verði komnar til framkvæmda mánaðamótin júní/júli 2016.