Sjóðandi heit kántrýsveit, Axel O & CO halda tónleika á Háaloftinu fimmtudagskvöldið 30. júní. Axel O & Co er hljómsveit sem hóf störf fyrir um ári síðan. Forsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Axel �?marsson sem ólst upp á sínum yngri árum í vöggu Country tónlistarinnar í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. �?ar lærði Axel að meta Country tónlist og tók þann áhuga með sér þegar hann flutti aftur til Íslands. Axel kom með Texas hreiminn inn í íslenskt tónlistarlíf sem heillað hefur Country áhugafólk að undanförnu. Meðlimir Axel O & Co eru valinkunnir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi og hafa hver um sig gert garðinn frægan með fjölda hljómsveita og í raun má segja að Axel O & Co sé sannkölluð súpergrúppa. Hljómsveitina skipa þeir Magnús Kjartansson (Júdas, Trúbrot, Brimkló, Brunaliðið, HLH og Sléttuúlfarnir) , Sigurgeir Sigmundsson (Start, Gildran, Tyrkja Gudda), Jóhann Ásmundsson (Mezzoforte, Stjórnin, Heart2Heart), og Sigfús �?ttarsson (Rikshaw, Jagúar, Mannakorn, Stjórnin og Strax, Dali). Fyrir utan að spila með öllum þessum vinsælu og flottu hljómsveitum, hafa þeir spilað inn á ótrúlegan fjölda hljómplatna í gegnum tíðina, enda hér á ferð hreint frábærir hljóðfæraleikarar.
Axel O & Co gáfu út sitt fyrsta lag, �??Country Man�?� í ágúst 2015 og það lag rataði inn á ýmsa vinsældarlista á útvarpsstöðvum erlendis, í Bandaríkjunum og víðar. Lagið skipaði t.d. fyrsta sæti á Country Lista í London í tvær vikur. Nú hefur hljómsveitin gefið út sinn fyrsta disk sem inniheldur 10 frumsamin lög.
Við lofum frábærum tónleikum, kántrýtónleikum af dýrustu sort, á Háaloftinu fimmtudagskvöldið 30.júní.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og húsið opnar klukkan 21.00.