Lögreglan vill vekja athygli athygli á Orkumóti ÍBV þar sem milli 1200 og1300 drengir í tíunda flokki í knattspyrnu eigast við í knattspyrnu. Með þeim er annar eins fjöldi af foreldrum þannig að milli 2500 og 3000 manns verða í Eyjum í tenguslum við mótið auk annarra gesta. Lögreglan bendir ökumönnum á að fara varlega og fara eftir umferðarlögunum og sýna tillitssemi.
Veðurspá er hagstæð fyrir mótið sem verður sett í kvöld. Hefst hún með skrúðgöngu frá Barnaskóla að Týsvelli þar sem verður mikið fjör.