Nú fer að koma að þeirri stund sem flestir hafa beðið óþreyjufullir eftir síðustu daga, en það er leikur Íslands gegn Austurríki á EM. Vinni strákarnir okkar leikinn eru þeir komnir áfram í 16. liða úrslitin á EM. Stemmningin fyrir leiknum er víða mikil og hafa mörg fyrirtæki stytt opnunartíma sinn í dag vegna leiksins. Krakkarnir á Klettsvík og Kópavík eru ekki síður spennt fyrir leiknum og ætla þau að styðja Ísland til sigurs á EM. Í tilefni dagsins föndruðu þau því þessar glæsilegar Íslands kórónur í tilefni dagsins sem sjá má á þessari skemmtilegu mynd. ÁFRAM ÍSLAND!