Mikil stemmning var á þeim stöðum sem �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fór á meðan á leik Íslands stóð. Starfsmenn Steina og Olla fóru á 900 grillhús en þar var fullt út úr dyrum og stemmningin gríðaleg. Í Íþróttamiðstöðinni var fjölmennið mest þar sem foreldrar, farastjórar og keppendur á Orkumótinu komu saman til að fylgjast með leiknum. Á Háaloftinu var einnig fullt hús. �?egar �?skar Pétur var þar jöfnuðu Austurríkismenn og sló það töluvert á stemminguna. Spenna var mikil og allt ætlaði um koll að keyra þegar okkar drengir skoruðu á síðustu sekúndum leikskins, fólk hreinlega ærðist.